Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (26)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Lóukoman

Fyrsta ljóðlína:Ertu komin, kæra mín?
Heimild:Skagfirsk ljóð bls.151
Viðm.ártal:≈ 1950
Ertu komin, kæra mín?
Kvæðið heyri ég til þín,
sæta söngva óma,
söngva um loftið hljóma.

Vertu ætíð velkomin
vina, heim í reitinn minn,
þó nú sé nóg um snjóa,
en nauðafátt um móa.

Færist líf í fjallageym,
fyrst að þú ert komin heim.
Syng um sóldýrð nóga,
segðu, að fari að gróa.