Halldór Helgason Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Halldór Helgason Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum 1874–1961

EIN LAUSAVÍSA
Halldór var fæddur á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum, sonur hjónanna Helga Einarssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur. Hann var um skeið kennari í Hvítársíðu og Stafholtstungum. Halldór bjó á Ásbjarnarstöðum 1904–1907 og síðan í tvö ár í Fljótstungu í Hvítársíðu. Þá flutti hann aftur að Ásbjarnarstöðum og bjó þar til 1943 og átti þar heima til dauðadags 1961. Kona hans var Vigdís Valgerður Jónsdóttir frá Fljótstungu. Eftir Halldór liggja tvær ljóðabækur, Uppsprettur 1925 og Stolnar stundir 1950. (Sjá einkum Borgfirzkar æviskrár IV, bls. 148– 149)

Halldór Helgason Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum höfundur

Lausavísa
Eiginlega ekkert ber