| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19


Um heimild

Tíminn 13/4 1975
Þó örg sé tíð og illt til jarðar
og ófært nærri á heiðinni
þá senda þeir nýmjólk til Seyðisfjarðar
og sjóða hana á leiðinni.



Athugagreinar

VH segir svo frá: Ég fór eitt sinn frá Seyðisfirði til Egilsstaða yfir Fjarðarheiði með snjóbíl að vetrarlagi. Þessi bíll var ætlaður til mjólkurflutninga. Ég fékk pláss í mjólkurlestinni. Bíllinn var nýlega yfirbyggður og höfðu þau mistök orðið að hljóðdunkurinn hafði lent þar inni. Ekki höfðum við lengi ekið þegar svo heitt gerðist í lestinni að ég hélst lítt við. Færið var erfitt og vorum við fulla þrjá klukkutíma á leiðinni. TIl þess nú að halda lífi og viti í hitasvækjunni(ég giska á 50 gráður) tók ég að berja saman vísu og hafði ekki nema rétt lokið henni þegar við náðum að Egilsstöðum. Og hér kemur vísan.