| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19
Tápmiklir með troðinn mal
töltu vaskir gumar.
Lagt var upp úr Langadal
liðið var á sumar.

Laxárdalur, loks ég þig
leit í fyrsta sinni
hljóð þín fegurð fékk á mig
festist sú í minni.

Eitt sinn bjó hér afi minn
við Elivoga kenndur.
Kunnur fyrir kveðskap sinn
kersknivísum brenndur.

Kætast þó vel kunni minn
karl með guðaveigar.
Opnaði þó anda sinn
urðu margar fleygar.

Hart gegn neyð oft háð var stríð
hér í eyðidalnum
þegar válynd vetrarhríð
var á fjallasalnum.

Virtist þá sem vonin blíð
væri björgin eina
þegar koldimm kafaldshríð
karlinn vildi reyna.

Álftir tjörn á undu sér
einar í sólskininu
Ljós fyrst dagsins leistu hér
í Litla-Vatnskarðinu.

Bernsku þinnar brotnar enn
bæjar sjá má rústir
hrundar, gleymdar, horfnar senn
hálf uppgrónar þústir.



Athugagreinar

Höf segir frá því þegar hann kom fyrst á slóðir afa síns á Laxárdal. Sá var Sveinn frá Elivogum.