| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19


Tildrög

Til Valdimars bróður hennar.
Kominn hingað heim af þingi
hagyrðinganna.
Bögur syngur, beitir kynngi
bragsnillinganna.

Dýr og góður yljar óður
enn þá fljóðunum.
Geymast móðurmálsins hróður
mun í ljóðunum.

Leiður aldrei verður Valda
vísnagaldurinn.
Við ei staldrar, hátt skal halda.
Hækkar aldurinn.

Fer sem hind um frægðartinda
fræða í lindirnar.
Bögur fyndnar fær að binda.
Finnur yndi þar.

Ástarljóð um fögru fljóðin
förnu á slóðinni.
Kveður góða og glæsta óðinn.
Gefur þjóðinni.

Heillar alla, harpan snjalla,
hamrastallanna.
Lætur falleg ljóðin gjalla,
laus við gallana.

Stakan fríða, flýgur víða.
Fólkið hlýðir á.
Alla prýði óðar smíða
enn þá lýðir dá.

Virtu ljóða viljann góða.
Verð ég hljóð um sinn.
Valinn óð þér vildi bjóða
Valdi, bróðir minn.

Kaust þó varla hátt í hjalla
hefðarfjallanna.
Þekki galla, ekki alla,
óðarspjallanna.

Bögur grundum, léttist lundin,
lækning undunum.
Er þá fundin, ætíð bundin,
yndisstundunum.

Öllum biður árs og friðar
eftir siðunum.
Lakur smiður ljóð sem kliðar,
laust í sniðunum.