Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Eins og gulli gegnum sáld

Höfundur:Einar Benediktsson


Tildrög

Í ágústmánuði 1916 hélt Einar veislu mikla á heimili sínu Héðinshöfða í Reykjavík. Þar færði hann þjóðskáldinu silfurbikar fagran með vísunni áletraðri.
Matthías launaði með bikarrímu til Einars, 15 erindi og er þetta niðurlag:
Allar gættir opnist þér
allar vættir dugi þér!
Hörpuslætti úr höndum mér
hrumum mætti eg fel svo þér! MJ

Mbl. 7/9 2018
Eins og gulli gegnum sáld
gneistum slær þinn andi.
Höfðingja og helgiskáld
hátt þín minning standi.