Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Pápiskur eg piltur var í prýði minni

Höfundur:Höfundur ókunnur
Flokkur:Draumvísur


Tildrög

Einn af sóknarmönnum síra Sigfúsar í Hofteig vildi fá leyfi hans til að reisa nýbýli á bæ einum, sem átti að hafa lagst í eyði í Svarta dauða. Síra Sigfús tók því eigi fjarri, en dreymdi nóttina eftir, að maður kæmi til sín og réði sér frá að byggja býlið og kvað þá raun mundu á verða, að enginn mundi sækja gæfu með því að reisa bú á bóli þessu. Mælti hann í ljóðum en bréfritari mundi aðeins þessa vísu og minnir að hún væri sú fyrsta. Synjaði prestur þá manninum.
Pápiskur eg piltur var í prýði minni
dó eg meður döpru sinni
í dúkunum hjá konu minni.