| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Liggjum báðir í lamasessi

Höfundur:Hólmgöngu-Bersi
Heimild:Ljóðmál
Bls.152

Skýringar

Í Laxdælu segir: Í þann tíma bjó Hólmgöngu-Bersi í Saurbæ á þeim bæ, er í Tungu heitir. Hann fer á fund Ólafs(pá) og bauð Halldóri syni hans til fósturs. Það þiggur Ólafur og fer Halldór heim með honum. Hann var þá veturgamall. Það sumar tekur Bessi sótt og liggur lengi sumars.
Það er sagt einn dag, er menn voru að heyverki í Tungu, en þeir tveir inni, Halldór og Bessi; lá Halldór í vöggu; þá fellur vaggan undir sveininum og hann úr vöggunni á gólfið. Þá mátti Bessi eigi til fara. Þá kvað Bessi vísuna. (Íslendingasögur þriðja bindi bls. 60 Skuggsjárútg. 1969)
Liggjum báðir í lamasessi
Halldórr ok ek
höfum engi þrek
veldur elli mér
en æska þér
þess batnar þér
en þeygi mér.