Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Einn við manninn eigum hér

Höfundur:Angantýr Jónsson
Heimild:Huldar slóðir bls.53
Flokkur:Samstæður
Einn við manninn eigum hér
aldrei bugast lætur
í pólitískum erjum er
alla daga og nætur.

Óslökkvandi alltaf hér
eiturs logar bálið.
Pólitíkin af því er
aðalvandamálið.