| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Meðalheimur æstur er

Bls.106

Skýringar

SJJ skáld og síðar læknir í Winnipeg kom hingað unglingur og var hér nokkur ár og síðan meira og minna viðloðandi eftir að hann var kominn í skóla. Hrukku honum margar stökur af munni, en mest voru það gamanvísur við ýms tækifæri. Ásmundur var líka dálítið hagyrtur, voru þeir stundum í félagi að koma saman vísum þó Sigurður bæri þar af. Þá þótti sjálfsagt að nota kenningar til létta undir við rímið. Jafnvel þótti það kostur á vísunni, yrði hún við það nokkuð þungskildari. Eitt sinn voru þeir að lesa skáldamál Snorra-Eddu, settu þeir þá vísuna saman.
Meðalheimur æstur er
orðin Hlóðin mjallahvít
Gumi reiður björgin ber
Brimi heitan þó ég lít.