Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þegar gesti að garði ber

Heimild:Meðal gamalla granna bls.99-100


Tildrög

Tilefni vísunnar: Gestir, langt að komnir og ókunnugir í héraði komu síðsumarkvöld eitt í Ljósavatn og ætluðu að beiðast gistingar. Fóru þeir allmargir saman og höfðu mörg hross til reiðar. Þegar í Ljósavatnshlað kom, hitta gestirnir í kveldhúminu þreklegan mann og stuttan í spuna í bæjardyrum. Spurðu gestir eftir húsbónda en dyramaður kvað hann ekki heima. Þótti gestum vandast málið, en spurðu þó, hvort gisting mundi þar til reiðu eða í næsta nágrenni, þar eð nótt færi að, en dyramaður á að hafa vísað þeim austur yfir Skjálfandafljót að Ingjaldsstöðum, þar mundi gisting auðfengin sem og varð. Höf. vísunnar þóttist hafa heyrt Gísla á Ingjaldsstöðum kveða þessa vísu einan síns liðs niður við Skjálfandafljót.
Þegar gesti að garði ber
gott er að hafa ráðið slynga:
Afneitaði sjálfum sér
sómavörður Ljósvetninga.