Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Herra minn góður Hólum frá

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Það er gamall siður og alkunnur, að vörður úr grjóti voru hlaðnar á vegum, einkum fjallvegum. Munu þessar vörður stundum hafa verið vegvísar fyrir ferðamenn, en oft til gamans. Settu gamansamir menn og skáldmæltir vísur í vörður þessar og voru vörður þessar og voru vörðurnar þá kallaðar beinakerlingar. Voru vísurnar oftast þeim ætlaðar, er næstir fóru um veginn á eftir. Vanalega voru vísurnar kveðnar í orðastað kerlingar. Býður hún vegfarendum blíðu sína eða segir frá ástamakki sínu við þá. Beinakerlingavísur þær sem hér eru skráðar munu kveðnar til Hólabiskups. Umsögn útgefanda, Björns Sveinssonar, í Eg skal kveða

Skýringar

Báðar vísurnar prentaðar í Blöndu II bls. 413 og síðari vísan í sama riti I 250 í ofurlítið annarri gerð. Sjá þar. Neðanmálsgrein í Eg skal kveða
Herra minn góður Hólum frá
hafið þér nóg að gera
í sænginni mér að sofa hjá
svo sem það á að vera.

Misst hefi eg bæði megn og þrótt
mörgum hafnað vinum.
Eg hefi vakað í alla nótt
eftir biskupinum.