| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Herra minn góður Hólum frá

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.44


Tildrög

Það er gamall siður og alkunnur, að vörður úr grjóti voru hlaðnar á vegum, einkum fjallvegum. Munu þessar vörður stundum hafa verið vegvísar fyrir ferðamenn, en oft til gamans. Settu gamansamir menn og skáldmæltir vísur í vörður þessar og voru vörðurnar þá kallaðar beinakerlingar. Voru vísurnar oftast þeim ætlaðar, er næstir fóru um veginn á eftir. Vanalega voru vísurnar kveðnar í orðastað kerlingar. Býður hún vegfarendum blíðu sína eða segir frá ástamakki sínu við þá. Beinakerlingavísur þær sem hér eru skráðar munu kveðnar til Hólabiskups. Umsögn útgefanda, Björns Sveinssonar, í Eg skal kveða

Skýringar

Báðar vísurnar prentaðar í Blöndu II bls. 413 og síðari vísan í sama riti I 250 í ofurlítið annarri gerð. Sjá þar. Neðanmálsgrein í Eg skal kveða
Herra minn góður Hólum frá
hafið þér nóg að gera
í sænginni mér að sofa hjá
svo sem það á að vera.

Misst hefi eg bæði megn og þrótt
mörgum hafnað vinum.
Eg hefi vakað í alla nótt
eftir biskupinum.