| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Hekla gýs úr heitum hvoft

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

22/6 1970 bls. 11

Skýringar

Vísnasafnari, Gestur Guðfinnsson segir(1970): Á þessu vori hefir fátt vakið almennari áhuga og athygli hér á landi en gosið í Heklu og ’við Heklu, ef undan er skilið kosningar og verkföll. Þúsundum saman hefur fólk streymt á eldstöðvarnar, til að þess að kynnast af eigin raun þessum stórkostlegu náttúruhamförum, sem þarna eiga sér stað, undrast þær og óttast. Sjálfsagt hafa þessar Hekluferðir og það sem þar er að gerast orðið einhverjum tilefni vísnagerðar, þótt ekki hafi mér borizt það til eyrna, enn sem komið er, en hérna er gamalkunn Hekluvísa, sem ég þori þó ekki að fullyrða hver hefur kveðið.
Hekla gýs úr heitum hvoft
háir rísa mökkvar,
eldi frýsar langt á loft
leiðir ísa rökkvar.