Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Samúð vor og göfgi grær

Flokkur:Samstæður


Tildrög

Um skeið bjugga að Hraunkoti í Aðaldal bræður þrír, Ármann, Jónas og Halldór Þorgrímssynir. Þá bjó Guðmundur skáld á Sandi. Einhver missátt kom upp milli heimilanna. Þá sendi Guðmundur þeim bræðrum þessa vísu. Halldór svaraði fyrir hönd Hraunkotsmanna:
Eg ber kala ei til þín
að því hendum gaman
að afi þinn og amma mín
áttu vöggu saman.
Samúð vor og göfgi grær
með góðum ásetningi
en óvild sprettur oftst nær
upp af misskilningi.