| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19


Um heimild

Alþýðuvísur Lögbergs

Skýringar

Ljóðabréf er Eyjólfur gerði fyrir mann er stúlka sveik.
Sorgarneyð þótt særi mig
sár og þrýsti tregi.
Herrans leiði höndin þig
hér á lífsins vegi.

Manstu ei bjarta hringsól hlý
hegðan lýst í framan?
fylgsnum hjartans innstu í
ástir bundu saman.

Í faðmi þínum var mér vært
við þá hegðan rara
það hefur mína sálu sært
að svona skyldi fara.

Mínu er hrollur hjarta í
hrings af freyju ráðum
hefur ollað þó samt því
það ég deyi bráðum.

Það fer vel ef því fæ náð
þegar svona á stendur
eg mig fel og allt mitt ráð
alföðurs í hendur.

Þeim sem tældi þig frá mér
og þessu öllu veldur
ófarsældar ekki hér
óska vil ég heldur.

En oft má sjá að unaðs ró
öll til baka víkur
en þeim máske eitthvað þó
amar fyrr en lýkur.

Meðan heima hér ég á
harma eymast sárin
því ei gleyma þér ég má
þögul streyma tárin.