| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Ferskeytlan er lítið ljóð

Bls.102
Flokkur:Samstæður
Ferskeytlan er lítið ljóð
létt sem ský í vindi
þung og dimm sem þrumuhljóð
þétt sem berg í tindi.

Bæði´ í gleði og þrautum það
þjóðin fjalla syngur.
Á þessu ljóði þekkist, að
þar fer Íslendingur.

Þar skal okkar móðurmál
minni dýrsta finna
er þú hvessir stuðlastál
sléttubanda þinna.

Ljós þitt skíni manni og mey
mýktu elli kalda.
Meðan týnist málið ei
muntu velli halda.
- - -
Þá um sögn og söng er hljótt
segul mögnuð straumum
fremst af rögnum ríður nótt
reifuð þögn og draumum.