| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Leiðist mér að lifa hér

Höfundur:Höfundur ókunnur
Heimild:Gömul kynni
Bls.111


Tildrög

Bókarhöfundur segir frá unglingum sem þurftu að gæta fjár föður síns langt frammi á fjalli, fjarri öllum mannabyggðum, allt haustið og langt fram á vetur. Þar hafði hann beitarhús og kofa handa þeim að hafast við í; en ekki var húsavistin betri en svo að þau hálfkól á höndum og fótum.  
Og hún sá þau fyrir sér, sitjandi í kofa sínum á kveldin og raulandi þessa ömurlegu vísu.
Ekki var tekið tillit til hvað amma höfundar kvaldist af hræðslu um börnin sín, ung og óhörðnuð í vondum veðrum. Þegar hún bar upp kveinstafi sína fyrir bóndanum, svaraði hann kuldalega: Heldurðu þá að hann gamla Guð sé farið að syfja.

Skýringar

Á Vísnavef Skagfirðinga er vísa sem hefst á sömu hendingu:
Leiðist mér að lifa hér
lítils er það virði,
þegar lífið orðið er
aðeins þyngsla byrði.
Leiðist mér að lifa hér.
Ljósið kemur ekki.
Dagur þver, en dimma fer
Drottinn veri nú hjá mér.