| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Þegar lundin þín er hrelld

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.41

Skýringar

Vísa þessi er prentuð í Íslenskum þjóðsögum og sögnum Sigfúss frá Eyvindará í nokkuð annarri gerð en hér og lögð í munn álfkonu,(IV., 12). Fleiri gerðir munu vera til. Vísan sýnist allforn að stofni segir neðanmáls.
Þegar lundin þín er hrelld
– þessum hlýddu orðum –
gakktu við sjó og sittu við eld.
Svo kvað völvan forðum.


Athugagreinar

Þegar lundin þín er hrelld
þessum hlýddu orðum:
gakktu með sjó og sit við eld
svo kvað völvan forðum. Álfkona í draumi(Þjóðsögur J.Á) 
Heimild: Orðsnilld kvenna bls. 203