| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Aldrei verður Ljótunn ljót

Höfundur:Höfundur ókunnur
Heimild:Gömul kynni
Bls.93

Skýringar

Höfundur heimildar, Ingunn Jónsdóttir á Kornsá segir frá Jósafat á Stóru-Ásgeirsá, sem var sonur Ljótunnar, föðursystur Jóns kammerráðs á Melum og Tómasar stúdents á Stóru Ásgeirsá Tómassonar. Séra Pétur Guðmundsson segir að Ljótunn hafi verið „gæskukona mikil“; um hana var þetta kveðið. Vísan er einnig í Vísnasafni Skagfirðinga.

Í Árbók FÍ 2015 hefur Þór Magnússon vísuna þannig:
Ber af öllum snótum snót,
snótin blessuð veri.
Aldrei verður Ljótunn ljót
ljótt þó nafnið beri.
ÞM telur eiginmann Ljótunnar, Tómas Tómasson fræðimann og bónda á Stóru-Ásgeirsá höfund vísunnar.
 
Aldrei verður Ljótunn ljót,
ljótt þó nafnið beri,
ber af öllum snótum snót,
snótin blessuð veri.