Vetrarblóm | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vetrarblóm

Fyrsta ljóðlína:Mig dreymdi þig á þorra
bls.bls. 19
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Mig dreymdi þig á þorra -
ég þekkti mig
við þennan klett -
og hér fann ég þig
vetrarblóm!
2.
Ó, gagnsæja lifrauða ljósdjúp!
Hún skín
og lýkst upp í brjósti mér
krónan þín
vetrarblóm!
3.
Föla unga vor
í fannanna bráð -
fullur himinn
af ást og náð. -
Vetrarblóm.