Við jarðarför Jóns Tryggvasonar Ártúnum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Við jarðarför Jóns Tryggvasonar Ártúnum

Fyrsta ljóðlína:Brostinn er strengur
Heimild:Þessi kona.
bls.bls. 94
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Brostinn er strengur
brotin harpan góða.
Burt eru flognir
andar söngs og ljóða.
Minningin lifir.
Leyndir strengir hljóða.
2.
Þungt streymir Blanda
þröngum stakki búin.
Þögul er heiðin
dýrum gróðri rúin.
Söngfuglakór
til suðurs löngu flúin.
3.
Hljóð rennur Blanda
hnipinn titrar strengur
heiðanna undirtón
ei nemur lengur.
- Horfinn af sviði hennar
góður drengur.
4.
Hljóð rennur Blanda
heft í farveg þröngum.
Heiðin er döpur.
Langt að næstu göngum.
Syngja þar færri
en sungið höfðu löngum.
5.
Lygn streymir áin
ótal hjörtu tifa
eftir hjá þeim
er nýja sögu skrifa.
Það eru ómar. -
Ómarnir sem lifa.