Fiskifluga í glugga | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fiskifluga í glugga

Fyrsta ljóðlína:Úti í glugga er fiskifluga
Heimild:Kvæðasafn.
bls.524
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Úti í glugga er fiskifluga
flugunni er efst í huga
endalaust að puða og puða
puða, juða, tuða, suða.
2.
Heim til sín er hætt að rata
hjakkar eins og biluð plata
við að bora gat á glerið.
Getur þvílík heimska verið?
3.
Áfram hljómar sami sónninn
sami gamli vælutónninn.
Heyrðu þarna fiskifluga
fer þetta ekki bara að duga?



Athugagreinar