Í dag er ég barn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í dag er ég barn

Fyrsta ljóðlína:Ég fer ekki framar í göngur
bls.325
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég fer ekki framar í göngur
svo fóthrumur sem ég er.
En upp fyrir túnið
ég ætla mér.
Í fyrirstöðu ég fer
og fénu að hliðinu beini.
Ég gæti götunnar hér
hjá Gunnusteini.
2.
Stuttur er í dag
stígur minn gerður.
Tekur mig til sín
þar sem tvisvar verður.
Bergmálið berst mér
frá bernskunnar kalli.
Í dag er ég barn.
Í dag koma lömbin af fjalli.