Dimmivals | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Dimmivals

Fyrsta ljóðlína:Dansaðu við mig Dimmavals
bls.180
Viðm.ártal:≈ 0
Dansaðu við mig Dimmavals
en drekktu úr bikarnum samt
flýt þér að drekka freyðandi veigar
- fannst þér á botninum rammt?
Komdu upp til Djúpadals
dökkeygi junkarinn!
Kátlegt er þá kvölda fer
- kysstu mig piltur minn!
Inni er hljótt, en úti er nótt.
Ertu fölur á kinn?
- - -
Stígðu nú við mig dauðadans
því dagurinn rennur senn.
Máninn líður, dauðinn ríður
dansa skulum við enn.
Sérðu þennan svipafans
sem sveimar allt um kring?
Fölnar kinn þín, kæri minn?
Komdu með í þann hring!
Heima þú teygaðir hinstu veig
- og hringdu nú - gling - gling - gling.