Skammdegisþula | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skammdegisþula

Fyrsta ljóðlína:Þessa einu ástastund
bls.173
Viðm.ártal:≈ 0
Þessa einu ástastund
eg vil hjá þér festa blund
heitt ég þráði þennan fund.
Yfir mér lykjast dulardjúp
dýrðargeislum stráð -
áttavillt og uppgefin
ef hef til þín náð.
Opnaðu nú augun þín
úti fyrir mjöllin skín
það er vegna þín og mín
að þúsund stjörnur vaka.
Sumar horfa himnum frá
hinar í snjónum tindrar á
engum segja þær okkur frá.