Hvað er lífið? | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvað er lífið?

Fyrsta ljóðlína:Hvað er lífið? Kaldur straumur
bls.74
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hvað er lífið? Kaldur straumur
sem kastar oss í reynsluhaf.
Hvað er lífið? Glys og glaumur
sem gremur þann er nýtur af.
2.
Hvað er lífið? Geigvæn gata
sem grúfir niðrí dauðans skaut.
Hvað er lífið? Leið að rata
á ljósa himindýrðar braut.
3.
Hvað er dauðinn? Deiling stranda
dýrðar lands og tímans straums
fylling vona, vor míns anda
vaka og ráðning lífsins draums.