Ég vissi naumast af því | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég vissi naumast af því

Fyrsta ljóðlína:Ég vissi naumast af því, að komið vœri kvöld
bls.https://timarit.is/files/46051054
Viðm.ártal:≈ 0
Ég vissi naumast af því, að komið vœri kvöld.
— Keppni mín við dagsverkið mun að þessu völd.
Ég tók naumast eftir pví, að sólin vœri að síga,
— í sædjúp að síga.
Ég vissi naumast af því — er hár mitt orðið hvítt?
Ég hefi máski gleymt — var það eitt sinn dökkt
og sítt?
Ég tók naumast eftir pví, er þyngra varð mér
sporið, — svo þungt, sérhvert sporið.
Hve Ijúft er, að hafgolan leikur mér um kinn.
Nú líður bráðum að því, að vængina ég finn
og hverfi úr augsýn þangað, er sólin sezt ei
framar; — sezt aldrei framar.