Börnin mín bæði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Börnin mín bæði

Fyrsta ljóðlína:Ó, Gagga mín litla, eg geng hér svo ein
bls.https://timarit.is/files/46051009
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ó, Gagga mín litla, eg geng hér svo ein
á grýttum og ósléttum vegi
þó lifað ég hafi við margs konar mein
mín móðurást dvínar þó eigi,
en hugur á draumvœngjum heldur til þín
þú hjartkæra elskaða dóttirin mín
í suðrinu bláa nú birtist mér sýn
að brátt muni rofa af degi.
2.
Og Hjálmar minn litli, ég hugsa til þín
á hljóðlátum andvökustundum
þó örlaganornin og ógæfa mín
mig elti og ræni okkur fundum.
Að sjá þig og heyra er hjarta míns þrá
og horfa í augu þín fögur og blá.
En sólgyðjan kemur með brosið á brá
og birtu og vonir í mundum.