Brúðkaupsljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Brúðkaupsljóð

Fyrsta ljóðlína:Fyrir fáum árum
bls.https://timarit.is/page/5114845#page/n5/mode/2up
Viðm.ártal:≈ 0
3.
Fyrir fáum árum
fylltist margur tárum
hryggðar hafs á bárum
helið því að deyddi
hirðir hjörð frá sneyddi
Séra Jón
frá sorgaróm
sjálfur Drottinn leiddi.
4.
Sóknar sveitin stundi,
sorgar regnið dundi,
ekkjan um þœr mundir
angurs stríðið háði
hrelld á hyggju láði
Maka sinn
þá moldausinn
mœlast þreyja náði.
9.
Búinn brúðkaupsdagur
bíður oss nú fagur,
á báðar hendur hagur
herrann sína grœtir
bölið síðan bætir.
Hann nemur frá
oss dauða og þrá
að nauðsyn vorri gætir.
10.
Séra Þórður þreyði,
þegar Jórunn deyði,
Margrét líka á leiði
látinn prófast syrgði
bœði sorgin byrgði.
Von þó neyt
á herrans heit
helga trúna dirfði.
12.
Elsku brúðhjón blíðu,
er böli mættu stríðu,
Guðs i faðmi fríðum
fagnið því hans vegir
órannsakanlegir
ykkur nú
í ást og trú
til elsku saman hneigir.