Rímur af Án bogsveigi - 4. ríma, vísur 1-3 og 5 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Rímur af Án bogsveigi - 4. ríma, vísur 1-3 og 5

Fyrsta ljóðlína:Sinnir spaka sveitin mæt
bls.244
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sinnir spaka sveitin mæt
svefni slaka valdið.
Einn eg vaki og ljóðum læt
litla þakið spjaldið.
2.
Hvert ónaumar lund mun ljá
lukku tauma njóta
vaða drauma eða á
óðar straumum fljóta.
3.
Drauma stand og vísna veg
við sem blandast gaman
fyrir andann álít eg
ótakandi saman.
4.
Vakinn maður þegar það
þekking laðar fremur;
tvennt er hvað þá tíðast að
til hugnaðar kemur.