Æskustöðvarnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Æskustöðvarnar

Fyrsta ljóðlína:Ef á borðið öll mín spil
bls.48
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ef á borðið öll mín spil
ætti ég fram að draga
held ég yrðu skrítin skil
á skuldum fyrri daga.
2.
Leitt að ala aldur hér
una skal þó glaður.
Svartárdalur alltaf er
andans dvalarstaður.
3.
Minning varnað mér ei skal
margt þó harðna kunni.
Lýsti þarna í ljúfum sal
ljós yfir barnæskunni.
4.
Hryggð ég gat og fögnuð' fyllst
fundið, glatað, brotið
áfram ratað, einnig villst
elskað, hatað, notið.