Sigvaldi Hjálmarsson | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sigvaldi Hjálmarsson

Fyrsta ljóðlína:Sigvaldi flutti úr Svartárdal
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Húnvetningar
Sigvaldi flutti úr Svartárdal
sótti af dug til mennta.
Hafði á mörgu hæfnis val,
hugann þar sýndi spennta.

Margt honum bjó í muna þá,
málum hann sinnti slyngur.
Stöðugum velli stóð hann á,
starfsamur Húnvetningur.

Alla tíð maður vökull var,
vermdur af hjartans dyggðum.
Héraðið allt í hjarta bar,
hlýr þar í öllum tryggðum.

Andi hans frjáls um fjallasal
flýgur á vængjum ljóða.
Svífur um allan Svartárdal,
sendir þar strauma góða.