Þáttur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þáttur

Fyrsta ljóðlína:Ég hef horft á laufin lifna
bls.102
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Ég hef horft á laufin lifna
ljósið vaka um nætur -
ég hef séð þig brosa, brosa
barn við vorsins fætur.
Og mér fannst sem æsku minni
eitthvað vængi léði.
Var það gleði
var það feimin gleði.
2.
Ég hef horft á haustið koma
hvítar mjallir skína
ég hef séð þig sitja og gráta
sólskinshlátra þína.
En þó fannst mér eitthvað þiðna
undan þínum tárum -
sorg frá árum
sorg frá liðnum árum.
3.
Vetur og sumar veröld gerðu
vondu og góðu tama.
Ég hef séð þig stara, stara
standa um allt á sama. -
Og mér finnst sem einhver velti
á mig þungum steini.
Bið ég í leyni
bið fyrir þér í leyni.