Á leið til Kanada | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á leið til Kanada

Fyrsta ljóðlína:Eins og mínir frændur forðum
bls.304
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Eins og mínir frændur forðum
fer ég nú í vestur.
Vegna þeirra í Vesturheimi
verð ég stundargestur.
Vikum saman voru þeir
á víða hafsins bárum
aleiguna í föggum fluttu
fyrir hundrað árum.
2.
Þjóðarbrot sem vék í vestur
vaðmáls flíkum búið
hefur síðan hetjulega
hamingjunni snúið.
Þó að væri um bú og búnað
breytt í nýjum heimi
fagnar okkur íslenskt mál
með eðlilegum hreimi.
3.
Þar mun ég á Gimli ganga
góða leið til fundar.
Bjóða mér til byggða sinna
Baldur jafnt og Lundar.
Gamla raun og góðar dáðir
geymir vökul saga
þar sem rís við elfu og akur
Árborg nýrra daga.
4.
Nú er hafin feginsför
og flogið hátt í vestur.
Varla neitt sem veitast kann
á viðtökurnar brestur.
Vinarþelið opnar okkur
öllum hús og vegi
og vestmenn annast austanmenn
á Íslendingadegi.


Athugagreinar

5.
ágúst 1975