Vaka | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vaka

Fyrsta ljóðlína:Eitt - í hljóðleik nætur - vakir skáld og leggur við hlustir.
bls.256
Viðm.ártal:≈ 0
Eitt - í hljóðleik nætur - vakir skáld og leggur við hlustir. Það veit að með náttfallinu berast því orðin brothættu, fágæt, litrík, léttust allra orða - en þyngst á vogarskál draumsins. Ef skáldið festir blund, fara þau hjá sér þessi orð og eru því glötuð. Þess vegna vakir það - eitt um óttu - og hlustar. Skáldið ann því að vera einfari í myrkviði orða. Vaka þá aðrir sofa.