Harpa | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Harpa

Fyrsta ljóðlína:Þú komst með blænum
bls.126
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Þú komst með blænum
þú komst frá sænum.
Þinn koss var heitur.
2.
Þá hlógu blómvarir
hljótt í leynum
í hlíð með steinum
og gilja reitum.
3.
Sumar líður
og svo fer tíðin
segir aldrei frá neinum.
4.
Hví er sönglaust
um svið í varpa
þá sólskins harpa
sunnan frá greikkar sporið?
5.
Kuldinn duldi
og kvíðinn huldi.
Kalið er vorið.