Svanurinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Svanurinn

Fyrsta ljóðlína:Einu sinni svanur fagur
bls.96
Viðm.ártal:≈ 0
Einu sinni svanur fagur
söng af kæti við loftin blá
gamankvæði í kyrrð og næði
átti heima á heiðarvatni
himinn undir og ofan á.

Sólarljómi lék um svaninn
litlu blómin og grösin smá
grundir, móar, holt og hæðir
heyrðu kvæðin og brostu þá.
Hvað ert þú að kyrja þarna
kjáninn latur um dægrin löng?
Farðu að vinna, fylli þína
færðu aldrei af neinum söng
flengja þig og þvinga bæri!
Þannig kvað hann krummanefur
klækjarefurinn þessu brá
yndi mega þeir aldrei ná.

Einu sinni svanur fagur
söng af kæti við loftin blá
gamankvæði í kyrrð og næði
átti heima á heiðarvatni
himinn undir og ofan á.