Í Svartárdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í Svartárdal

Fyrsta ljóðlína:Við Svartá búa bændur
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Við Svartá búa bændur
og bjuggu frá landnámstíð
misjöfnum veðrum vanir
og vinnandi ár og síð.
2.
Á flestum bæjum er fátækt
þó finnst ekki í neinni borg
meira algleymi ástar
né óbærilegri sorg.
3.
Lífið er eins og áin
um aldir með líkum brag.
Á morgun hefst sama saga
og sögð var til enda í dag.