Svartur hrafn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Svartur hrafn

Fyrsta ljóðlína:Yfir hjarnið sveimar svangur
bls.1996 bls. 30
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Yfir hjarnið sveimar svangur
svartur hrafn á miðri góu.
Vetrarmorgunn víst er langur
vöntun sár á æti nógu.
2.
Lifnar von í blökku brjósti
á bæjunum fer senn að rjúka.
Þó hann norpi í gaddi og gjósti
goggi nær hann upp að Ijúka:
3.
„Krunk, krunk," segir krummi glaður
kemur út á dyrapallinn
gestrisinn og mætur maður
mælir: Jæja, heillakallinn."
4.
Virðast sömu tungu tala,
tryggur vinur bóndans er hann.
Fulla skál á frosinn bala
fyrir svarta gestinn ber hann.