Kvöld við varðeldinn - ættarmót Steintúnsættar 18/7 1997 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kvöld við varðeldinn - ættarmót Steintúnsættar 18/7 1997

Fyrsta ljóðlína:Hér er fagur fjallahringur
Heimild:Skriplur.
bls.8
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Hér er fagur fjallahringur
fjörðurinn er spegilsléttur.
Kvöldið heillar kyrrt og hljótt
hér skal vakað fram á nótt.
Varðeldurinn ljúft hér logar
laðar söngva fram af vörum.
Nikkan fótafjörið kveikir
á fjörukamb er stiginn dans.
2.
Aldnir jafnt sem ungir gleðjast
ekki spillir gegnsætt húmið
sem í dulargervi geymir
gersemar við Norðurfjörð.
Klukkan eitt er bálið brunnið
bara glæður eftir sindra.
Harmonikku tónar tæmdir
tíminn líður alltof fljótt.
3.
Þá skal haldið heim í tjöldin
höfga næturhvíld að teyga
Okkar bíða aðrir dagar
ótal margt í skauti bera.
Minningarnar mætar geymast
mörg þó fyrnist ævisporin.
Frændaliði færi þakkir
fyrir þessar góðu stundir.