Íslenskum konum hallmælt | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Íslenskum konum hallmælt

Fyrsta ljóðlína:Opnaði faðminn æskuteit
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Opnaði faðminn æskuteit
- aðra þó ei kjósi -
þegar kappann þrekinn leit
Þórð, sem bjó á Ósi.
2.
Ólöf bundin öðrum var
ástin lundu vekur.
Þórður undir vernd þar var
þó væri hann stundum sekur.
3.
Ólöf frægð og auðlegð fékk
ástarþrá og sóma.
Sú á æðri sett mun bekk
sem mun ætíð ljóma.