Við fjörusteina | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Við fjörusteina

Fyrsta ljóðlína:Ljáðu mér framandlegi maður
Heimild:Haustaugu.
Viðm.ártal:≈ 0
Ljáðu mér framandlegi maður
ferjuna þína smáu:
laufblað einnar lilju.

Mig fýsir heim til borgarinnar
sem bjó mig, fósturson, úr garði
bjó mig undir vegi veraldar.

Nú krýp ég að fjörusteinum.
Kvöldbjarminn er tær
byrinn þægur
og borgin kæra skín handan fjarðar.

Á litlu
laufferjunni þinni
myndi ég eflaust rata
rétta leið yfir skerjóttan sjó.