Nafnlaust | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust

Fyrsta ljóðlína:Mér vill ama meinlegt bann
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Mér vill ama meinlegt bann
munnur þráir stútinn:
Vertu svoddan séntilmann
að senda mér á kútinn.
2.
Heimskan mér í huga býr
hálfvelgjan og sútin
en þetta hyski þaðan flýr
þegar ég fæ á kútinn.
3.
Lotinn geng ég út og inn
með augun rauð og þrútin
en unaðslíf ég aftur finn
ef ég fæ á kútinn.
4.
Hamingjan sem hef ég treyst
hrapaði í grútinn
en hún verður endurreist
ef ég fæ á kútinn.



Athugagreinar

Þórarinn sendi ljóðabréf til héraðslæknisins á Kópaskeri. Mbl. 24/5 1981