Svarfaðardalur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Svarfaðardalur

Fyrsta ljóðlína:Inni í fjallanna faðmi
bls.21
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Inni í fjallanna faðmi
finnst varla gustur svalur
þar er blómlega byggðin
broshýr Svarfaðardalur.
2.
Er húmar og hljóðnar inni
horfi´ ég í minningaeldinn.
Fyrir sjónum mér svífa
svarfdælsku mánakveldin.
3.
Dalur í faðmi fjalla
flý ég til kyrrðar þinnar.
Ennþá eru þar margar
Ingveldar fögurkinnar.
4.
Er ævinnar kulna eldar
- og ísar liggja í tröðum -
rekjum við skínandi skikkju
skreytta minningahlöðum.
5.
Aftur mót hugarhimni
hefur sig fjallasalur.
Birtist sem blikandi stjarna
broshýr Svarfaðardalur.