Leikarar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Leikarar

Fyrsta ljóðlína:Við þekkjum ýmsa hið ytra
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Við þekkjum ýmsa hið ytra
en ekki hvað með þeim býr
við þekkjum ei þeirra sorgir
né þeirra ævintýr.
Líf þeirra virðist líða
sem lygnt og sólgyllt fljót
er bera gleðinnar grímu
- en grát við hjartarót.
2.
Þeir leika á lífsins sviði
og leyfa engum að sjá
hvað geymist að grímunnar baki
- það giska verðum á.
Er þeir í gröf eru gengnir
og gista þögula Hel
þá leyfist lýðnum að klappa
- ef leikið hafa þeir vel.