Sólstafir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sólstafir

Fyrsta ljóðlína:Sólstafir glitra um sumardag.
bls.11
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Sólstafir glitra um sumardag.
Sælt er á grund og tindi.
Algróið tún og unnið flag
ilmar í sunnanvindi.
Kveður sig sjálft í ljóð og lag
landsins og starfans yndi.
2.
Annir og fegurð augað sér.
Yfir er sólarbjarmi.
Léttklætt til vinnu fólkið fer
fölbrúnt á hálsi og armi.
Sumarsins gleði í svipnum er
sólstafir innst í barmi.