Brúardrápa | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Brúardrápa

Fyrsta ljóðlína:Bein er braut á sandi
bls.nr. 8, 1977 bls. 122
Viðm.ártal:≈ 0
1. Bein er braut á sandi
brú á Héraðsvötnum
hátt of hrönn gnæfandi
högum gjörð af skötnum.
Þar sem ómar öldu þungur niður
elfan dimm sér leið til sjávar ryður.
Vásköp næg í firnadjúpi felur
ferðamönnum hún sín vegljóð gelur.

2. Hér að hafa verið
hugvit, elja, dugur;
brú á ísi bláum
byggðu smiðir hyggnir.
Þannig tengdust saman sveitir fríðar
svo að heftust ferðatafir stríðar
afreksverk að unnu hagleikssmíði
um það vitnar nú með frjálsum lýði.

5. Blessist brúin þessi
bæði vel og lengi
yfir unnar sessi.
Óska menn á vengi
að hún ætíð sterk og örugg standi
straumar þó að gnauði hraðfallandi
stólpum hennar á um alla daga
ávallt hennar lifi frægð og saga.

Dagsetur – brot

Mig varðar það litlu hvort langt eða skammt
mér leiðin sé ákvörðuð hér.
En hitt er mér kappsmál, að komast það samt
sem kraftar og tíð leyfa mér.
Sé hvíldin uppynging þess krafts sem ég á
Og kvaddur til starfa ég verði:
Þér, morgunn, er óhætt að ætla mér þá
ögn örðugri og jafnlengri ferð. St.G.St.