Stafnsréttarbragur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stafnsréttarbragur

Fyrsta ljóðlína:Á Stafnsréttareyri við stöndum í dag
bls.nr. 8 1977, bls. 39
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Á Stafnsréttareyri við stöndum í dag
og strákarnir eru með galsa.
Og heyra má hvarvetna ljóð eða lag
og líka nýmóðins valsa.
:/: Hæ, hó, hæ, hó, ansi er það gaman :/:
Þetta er eina vísan í ár
sem við Aðalbjörn kveðjum saman.
2.
Við tökum úr flöskunum tappa í kvöld
og tæplega lögin það banna.
Því þetta hefur viðgengist öld fram af öld
og eldri og reyndari manna.
:/: Hæ, hó, hæ, hó, ansi er það gaman :/:
Það skeður ekki oftar í ár
að við drekkum og kveðum saman.
3.
Við lifum hér saman á líðandi stund
og létt er nú sorgum að gleyma.
Ég lengi hef þráð þennan fagnaðarfund
og fúllyndið varð eftir heima.
:/: Hæ, hó, hæ, hó, ansi er það gaman :/:
Við klingjum og kveðum vort lag
og klárunum hleypum saman.
4.
Ef þjakar oss sultur og þorsti er til meins
er þyrpst heim að veitingatjaldi
því útlát og viðmót og allt er þar eins
það ei verður borgað með gjaldi.
:/: Hæ, hó, hæ, hó, ansi er það gaman :/:
Þau gefa okkur bæði gleði og yl
Gilshjónin bæði saman.
5.
Lifið þið heilir ég lengi ekki brag
ykkur lukkan og farsældin geymi.
En hér vil ég eiga minn afmælisdag
meðan er ég í þessum heimi.
:/: Hæ, hó, hæ, hó, ansi er það gaman :/:
Ef kvenfólkið kæmi á minn fund
ég kyssti þær allar saman.