Söngtöfrar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Söngtöfrar

Fyrsta ljóðlína:Vakna þúsund
bls.95
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Vakna þúsund
veðrabrigði
í myrkviði
minna drauma;
loga lífstaugar
fyrir ljósvaka
und bliki mána.
2.
Finnst mér, að styrmi
sterkir vindar
gamal-gleymdra
geðshræringa
og hálftýndar
hugarsjónir
daga fram
úr djúpi sálar.
3.
Svíf ég til selja?
Drekk ég sólarminni
djúpt í dal
Dvalinsheima?
Berst ég í brúðför
blíðra ásta?
Svíf ég inn í sal
svartra tjalda.
4.
Vægið, vægið
voðatónar!
Önd mín iðar
öll á hvörfum;
eins og ljúfvindar
laufi þyrla
hverfa mér hugir
heima milli . . .
5.
Hvað er nú: hugsjón?
hljómur? ilmur?
ljóðaljóð
eða ljósavefir?
Skiptast á skynvit
til skilningsauka?
Vaka vitundir
er ég veit ei af? . . .
17.
Hvað ertu tónlist?
Töfraleiðsla -
eigi lofgjörð
ljóð eða gleði?
Fyllra er þitt orð
en funatunga
æðsta óðs
allra skálda.
18.
Öll helgisvör
heilags anda
öll tilbeiðsla
í tónum lifir.
Hrifið hjarta
hæstri bifan
væri hæst harpa
ef heyrast mætti! -
19.
Heilagt undur
himinsala
ljóma þú á láð
logskínandi!
Einn allsherjar
óðar-drottinn
helgist þín harpa -
himinn og jörð1
20.
Ómið innst
í öndu vorri
eilífs lífs
æðstu tónar!
þar sem hljóð hvert
er heilagleiki
og líf og ljós
er lyfting tóna.