Úr hestmenningu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Úr hestmenningu

Fyrsta ljóðlína:Ungum var þér lífið létt
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ungum var þér lífið létt
lagt þér allt til fóta.
Fannst þú eiga fullan rétt
frelsis þíns að njóta.
2.
Að þér stefndu örlög hörð
öllum þunga sínum:
Var ei byrði, beisli, gjörð
brot á rétti þínum.
3.
Þaðan allt þitt ólán draup
ótal mörg var raunin.
Dráttur, burður, harðahlaup.
Hvernig voru launin?
4.
Launin voru veitt með rögg
vógust ekki í pundum:
Sultur, kuldi, svipuhögg
sár og meiðsli stundum.
5.
Hvenær skyldi viskuvald
vanans heimsku dæma
svo að þvílíkt þrælahald
þyki engum sæma.